fimmtudagur, febrúar 05, 2009

中国107天 beibí!!

Jæja þessi vika er búinn að vera rosalega róleg eitthvað, aðallega búinn að vera í vinnunni og jámm vinnunni. ;P

Ég skráði mig í fjarnám í FÁ í nokkra áfanga og er búinn að borga fyrir það svo núna er bara að byrja læra á fullu og næra gáfunar eitthvað.

Ég var mikið að pæla í þessu um helgina í hvaða skóla ég ætti að fara í eftir kínaferðina..Margt kom til hugar, eins og FÁ til dæmis, svo kom MH líka alveg vel til greina og FB.
Allt rosa fínir skólar sem samkvæmt minni bestu getu kenna áfangann til að komast í Sálfræði í Háskóla Íslands.

Svo fór ég náttúrulega að hugsa mikið um hvað mig langaði að komast fyrr í HÍ þar sem ég missti af einu ári í skóla sem einmitt núna ég er ekki eins sáttur með, en já var mikið að pæla í þessu og var ekki að detta neitt í hug hvernig ég gæti gert það svo hringdi Ragga elskan og við chöttuðum saman í meira en hálftíma og ég kom því svo að, að mig langaði að taka skóla eftir kínaferðina og langaði rosalega að taka fljótt nám til að komast í HÍ, viti menn þá nefnir hún einn augljósasta kostinn sem er að fara í Menntaskólann Hraðbraut.

Dööö hvernig gat mér ekki dottið í hug að fatta það!? En já mér leyst nú bara geðveikt vel á það og fór beint að skoða heimasíðu skólans og afla mér eins mikilla upplýsinga og ég gat. Komst að því að árið/eða önnin kostar 190.000.kr sem ég að sjálfu sér er vel tilbúinn að borga. Þarf líka að vera með nokkuð góðar einkunnir sem ég held að ég geti coverað nema þá kannski stærðfræðinn.

Sökka alveg illilega í því fagi en já ég er að pæla í að sækja um skólagöngu og sjá hvernig það fer.
Bý svo líka rétt hjá sem gerir þetta bara talsvert betra fyrir mig.

Ef ég kemst í skólann(sem ég virkilega vona) þá er ég búinn að ákveða að segja upp störfum hjá Tal.
Sem verður alveg voðalega skrýtið þar sem ég mun hafa unnið í meira en ár þegar að þeim tíma kemur, en það væri fyrir bestu þar sem ég þyrfti alveg að einbeita mér talsvert meira af náminu í þeim skóla.

En ef ég kemst svo ekki fyrir einhverjum ástæðum þá fer ég auðvitað í einhvern annan skóla og þá eru kannski meiri líkur að ég haldi þá áfram að vinna hjá Tal en þá bara í hlutastarfi ef þau eru til í það.

En nóg um það, það eru 107 dagar, heyriði það 107 dagar í Kína!! Ég get ekki trúað hvað það styttist mikið í ferðina!

Ég byrjaði að telja þegar það voru 289 dagar í hana og núna eru 107 dagar í hana.

Ég er búinn að vera plana hana alveg á fullu með það sem ég get en svo þurfa ferðafélaganir mínir nú líka að skella einhverju inn þar sem ég ætla ekki að vera sá eini sem gerir það þótt ég borgi ferðina.

Ég var að leika mér í fyrradag að reikna út hvað þessi ferð hefur kostað mig hingað til með flugi, gistingum og öllu því heila klappi og fékk sko rosalega skemmtilega útkomu frá því:P
Eitthvað í kringum 500.000.kr tæplega, af minni hálfu þá finnst mér það vera alveg rosalega lítill peningur þar sem þetta er fyrir 3 manneskjur í 69 daga sko!

Ég allavega hlakka rosalega til í þetta hótel/bakpokaferðalag og vona að vinir mínir hlakki jafn mikið til og ég:D

Þetta verður alveg pottþétt skemmtileg ferð og margt verður gert í henni!

Ég er búinn að verað pæla mikið hvort ég eigi að halda svona vídeóblog af henni sem gerir þá ferðabloggin mín á www.thoracius.blogspot.com kannski aðeins raunverulegri fyrir ykkur þá. (Endilega commenta hvað ykkur finnst um það)

En já ég held ég nenni ekki að henda meiru inn hérna í bili en ég reyni eins og ávallt að setja hérna eitthvað inn eins oft og ég get gefið mér tíma fyrir:D

Heyrumst á meðan.

Kv.Óðinn Thor

sunnudagur, janúar 25, 2009

Helgin hjá mér

Jæja þessi helgi er búinn að vera róleg og góð, fór í garðinn og heimsótti systur mína og stjúpa.

Það var mjög gaman, horfðum saman á nokkrar myndir og svo í gær þá fórum við í partý í kef sem kannski fór ekki svo vel, nokkrir urðu það vel fullir að þeir byrjuðu að slást á fullu.

Annars var þetta partý mjög dull.

Búinn að vera rólegur dagur í dag annars, bara búinn að hanga í húsinu og svoleiðis, eytt góðum tíma í að finna staði til að heimsækja í Kína.

Ég er farinn að hlakka verulega til að fara til Kína!! Verður gott að komast í aðra menningu og lifa línfinu smávegis og það sérstaklega í þessari kreppu, allavega það eru 118 dagar þangað til við förum og maður ætlar að vera búinn að koma öllu í kring áður en það kemur að því.

En já, ég hef ekki mikið að segja eins og er, vildi bara henda þessum smábúta inn.

Kv. Óðinn Thor

mánudagur, janúar 19, 2009

Frekar rólegur dagur í gangi

Jæja ekki mikið að segja eins og er, þetta eru búnir að vera mjög stressandi mánuðir eitthvað og ég er búinn að vera undir frekar miklu álagi.

Þessi kreppa kominn sem verður til þess að starfslaunin manns lækka alveg all hryllilega um rúm 60% í mínu tilfelli sem er frekar óþægilegt þegar kemur að mínum lifnaðarháttum.
En það skiptir svosem engu máli, ég er ennþá lifandi ég á ennþá vinnuna mína víst og sem betur fer náði ég að kaupa miðana fyrir Kínaferðina í tæka tíð.

Hingað til þá hef ég verið að plana Kínaferðina alveg á fullu! Panta hótel á réttum stöðum og hostel líka.
Ég hef góða trú um að þetta verður alveg geðveik ferð og það verður líka gott að taka sér smá alvöru ferðalag aftur.

Allt í lagi þetta er kannski ekki smá ferðalag, það mun standa í 9 vikur sem telst víst ekki svo lítið. Það verður farið til Beijing, Shanghai, Xi'an, Hangzhou og marga aðra staði býst ég við en það er ennþá verið að plana.

Ég mun náttúrulega henda inn ferðaplaninu þegar það er tilbúið, sem verður einhvern tíman í enda apríl þannig að það verður komið inn áður en við förum út.

Allavega þá er búið að vera frekar lítið að gera uppá síðkastið í vinnunni, færra og færra fólk er farið að hringja inn sem gerir daginn frekar dull. Í dag er engin undantekning, búið að vera mjög lítið að gera og ég er búinn að vera nýta tímann minn bara í það að plana ferðina.

Ég er nokkuð viss um að stelpunum hlakki verulega til að fara og verður gaman að sjá hvernig fer. Ég er búinn að lofa mér og öðrum því að taka alveg heilan helling af myndum sem ég mun svo setja hérna inná og einnig inná myndasíðuna mína sem ég mun setja seinna inná.

Ég er búinn að einsetja mér það að kaupa helling af fötum úti og skóm, ætla taka nokkur rosa góð djömm og einnig þá ætla ég að skoða landslagið og menninguna.

Það er rosa fallegt vatn við Hangzhou sem mér langar geðveikt að sjá en já ætla ekkert að segja fyrr en í apríl þegar allt er tilbúið.

Er búinn að reyna fá stelpunar til að nefna einhverja staði til að heimsækja og hvað þeim langar að gera en ekki finna þær uppá neinu. Jú hún dagný vildi fara á einhverja góða strönd svo mér datt kannski í Putuoshan sem Elfar fór á en ætla muna að spurja hann hvort hann viti um einhverjar eyjur með fínar strendur.

Það er nú ástæðan að maður tekur þessar elskur með sér á sinn kostnað, þær eiga að finna uppá einhverjum góðum stöðum að fara á og hreinlega þá líkar mér alveg nokkuð vel á fara á strönd.

Þetta veður hérna á Íslandi er ekkert smá breytilegt! Eina stundina þá er nokkuð ágætt veður og bjart í himni en á næstu stundu þá kemur bara snjórinn á fullu og manni verður ískalt. En ég er svosem ekkert á móti snjó bara rigningu.

Jólin voru annars mjög góð, Danmörk var yndislegt og að hitta mömmu var alveg frábært, gott að geta eytt góðum tíma með múttunni sinni og leyfa henni að sjá sæta strákinn sinn , hehe djók en já þetta var algjör stemming. Hitti líka frænkunar mínar sem ég hef ekki hitt lengi.

Maður tók sér nú líka nokkra túra á barinn og fékk sér "nokkra" drykki. Kíkti einnig á skemmtistaðinn Perfume sem er eiginlega eini staðurinn í Vejle.

Annars ég ætla ekki að blogga á fullu í vinnunni og ekkert svona vinnudæmi hjá mér.

Allavega heyrumst elskunar ;*

Kv. Óðinn Thor