Jæja ekki mikið að segja eins og er, þetta eru búnir að vera mjög stressandi mánuðir eitthvað og ég er búinn að vera undir frekar miklu álagi.
Þessi kreppa kominn sem verður til þess að starfslaunin manns lækka alveg all hryllilega um rúm 60% í mínu tilfelli sem er frekar óþægilegt þegar kemur að mínum lifnaðarháttum.
En það skiptir svosem engu máli, ég er ennþá lifandi ég á ennþá vinnuna mína víst og sem betur fer náði ég að kaupa miðana fyrir Kínaferðina í tæka tíð.
Hingað til þá hef ég verið að plana Kínaferðina alveg á fullu! Panta hótel á réttum stöðum og hostel líka.
Ég hef góða trú um að þetta verður alveg geðveik ferð og það verður líka gott að taka sér smá alvöru ferðalag aftur.
Allt í lagi þetta er kannski ekki smá ferðalag, það mun standa í 9 vikur sem telst víst ekki svo lítið. Það verður farið til Beijing, Shanghai, Xi'an, Hangzhou og marga aðra staði býst ég við en það er ennþá verið að plana.
Ég mun náttúrulega henda inn ferðaplaninu þegar það er tilbúið, sem verður einhvern tíman í enda apríl þannig að það verður komið inn áður en við förum út.
Allavega þá er búið að vera frekar lítið að gera uppá síðkastið í vinnunni, færra og færra fólk er farið að hringja inn sem gerir daginn frekar dull. Í dag er engin undantekning, búið að vera mjög lítið að gera og ég er búinn að vera nýta tímann minn bara í það að plana ferðina.
Ég er nokkuð viss um að stelpunum hlakki verulega til að fara og verður gaman að sjá hvernig fer. Ég er búinn að lofa mér og öðrum því að taka alveg heilan helling af myndum sem ég mun svo setja hérna inná og einnig inná myndasíðuna mína sem ég mun setja seinna inná.
Ég er búinn að einsetja mér það að kaupa helling af fötum úti og skóm, ætla taka nokkur rosa góð djömm og einnig þá ætla ég að skoða landslagið og menninguna.
Það er rosa fallegt vatn við Hangzhou sem mér langar geðveikt að sjá en já ætla ekkert að segja fyrr en í apríl þegar allt er tilbúið.
Er búinn að reyna fá stelpunar til að nefna einhverja staði til að heimsækja og hvað þeim langar að gera en ekki finna þær uppá neinu. Jú hún dagný vildi fara á einhverja góða strönd svo mér datt kannski í Putuoshan sem Elfar fór á en ætla muna að spurja hann hvort hann viti um einhverjar eyjur með fínar strendur.
Það er nú ástæðan að maður tekur þessar elskur með sér á sinn kostnað, þær eiga að finna uppá einhverjum góðum stöðum að fara á og hreinlega þá líkar mér alveg nokkuð vel á fara á strönd.
Þetta veður hérna á Íslandi er ekkert smá breytilegt! Eina stundina þá er nokkuð ágætt veður og bjart í himni en á næstu stundu þá kemur bara snjórinn á fullu og manni verður ískalt. En ég er svosem ekkert á móti snjó bara rigningu.
Jólin voru annars mjög góð, Danmörk var yndislegt og að hitta mömmu var alveg frábært, gott að geta eytt góðum tíma með múttunni sinni og leyfa henni að sjá sæta strákinn sinn , hehe djók en já þetta var algjör stemming. Hitti líka frænkunar mínar sem ég hef ekki hitt lengi.
Maður tók sér nú líka nokkra túra á barinn og fékk sér "nokkra" drykki. Kíkti einnig á skemmtistaðinn Perfume sem er eiginlega eini staðurinn í Vejle.
Annars ég ætla ekki að blogga á fullu í vinnunni og ekkert svona vinnudæmi hjá mér.
Allavega heyrumst elskunar ;*
Kv. Óðinn Thor
mánudagur, janúar 19, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli