fimmtudagur, febrúar 05, 2009

中国107天 beibí!!

Jæja þessi vika er búinn að vera rosalega róleg eitthvað, aðallega búinn að vera í vinnunni og jámm vinnunni. ;P

Ég skráði mig í fjarnám í FÁ í nokkra áfanga og er búinn að borga fyrir það svo núna er bara að byrja læra á fullu og næra gáfunar eitthvað.

Ég var mikið að pæla í þessu um helgina í hvaða skóla ég ætti að fara í eftir kínaferðina..Margt kom til hugar, eins og FÁ til dæmis, svo kom MH líka alveg vel til greina og FB.
Allt rosa fínir skólar sem samkvæmt minni bestu getu kenna áfangann til að komast í Sálfræði í Háskóla Íslands.

Svo fór ég náttúrulega að hugsa mikið um hvað mig langaði að komast fyrr í HÍ þar sem ég missti af einu ári í skóla sem einmitt núna ég er ekki eins sáttur með, en já var mikið að pæla í þessu og var ekki að detta neitt í hug hvernig ég gæti gert það svo hringdi Ragga elskan og við chöttuðum saman í meira en hálftíma og ég kom því svo að, að mig langaði að taka skóla eftir kínaferðina og langaði rosalega að taka fljótt nám til að komast í HÍ, viti menn þá nefnir hún einn augljósasta kostinn sem er að fara í Menntaskólann Hraðbraut.

Dööö hvernig gat mér ekki dottið í hug að fatta það!? En já mér leyst nú bara geðveikt vel á það og fór beint að skoða heimasíðu skólans og afla mér eins mikilla upplýsinga og ég gat. Komst að því að árið/eða önnin kostar 190.000.kr sem ég að sjálfu sér er vel tilbúinn að borga. Þarf líka að vera með nokkuð góðar einkunnir sem ég held að ég geti coverað nema þá kannski stærðfræðinn.

Sökka alveg illilega í því fagi en já ég er að pæla í að sækja um skólagöngu og sjá hvernig það fer.
Bý svo líka rétt hjá sem gerir þetta bara talsvert betra fyrir mig.

Ef ég kemst í skólann(sem ég virkilega vona) þá er ég búinn að ákveða að segja upp störfum hjá Tal.
Sem verður alveg voðalega skrýtið þar sem ég mun hafa unnið í meira en ár þegar að þeim tíma kemur, en það væri fyrir bestu þar sem ég þyrfti alveg að einbeita mér talsvert meira af náminu í þeim skóla.

En ef ég kemst svo ekki fyrir einhverjum ástæðum þá fer ég auðvitað í einhvern annan skóla og þá eru kannski meiri líkur að ég haldi þá áfram að vinna hjá Tal en þá bara í hlutastarfi ef þau eru til í það.

En nóg um það, það eru 107 dagar, heyriði það 107 dagar í Kína!! Ég get ekki trúað hvað það styttist mikið í ferðina!

Ég byrjaði að telja þegar það voru 289 dagar í hana og núna eru 107 dagar í hana.

Ég er búinn að vera plana hana alveg á fullu með það sem ég get en svo þurfa ferðafélaganir mínir nú líka að skella einhverju inn þar sem ég ætla ekki að vera sá eini sem gerir það þótt ég borgi ferðina.

Ég var að leika mér í fyrradag að reikna út hvað þessi ferð hefur kostað mig hingað til með flugi, gistingum og öllu því heila klappi og fékk sko rosalega skemmtilega útkomu frá því:P
Eitthvað í kringum 500.000.kr tæplega, af minni hálfu þá finnst mér það vera alveg rosalega lítill peningur þar sem þetta er fyrir 3 manneskjur í 69 daga sko!

Ég allavega hlakka rosalega til í þetta hótel/bakpokaferðalag og vona að vinir mínir hlakki jafn mikið til og ég:D

Þetta verður alveg pottþétt skemmtileg ferð og margt verður gert í henni!

Ég er búinn að verað pæla mikið hvort ég eigi að halda svona vídeóblog af henni sem gerir þá ferðabloggin mín á www.thoracius.blogspot.com kannski aðeins raunverulegri fyrir ykkur þá. (Endilega commenta hvað ykkur finnst um það)

En já ég held ég nenni ekki að henda meiru inn hérna í bili en ég reyni eins og ávallt að setja hérna eitthvað inn eins oft og ég get gefið mér tíma fyrir:D

Heyrumst á meðan.

Kv.Óðinn Thor

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að ég gat hjálpað eitthvað ;)

-Ragga